Skellti inn mynd af okkur þar sem við vorum að að æfa kjötsvipinn okkar.
Við fórum á írskann pöbb á miðvikudaginn til þess að horfa í Ísland-Danmörk. Komum tveimur tímum fyrir leik til þess að hita upp. Þetta var svaka stemmning og við vorum bara nokkuð sáttar með þetta enda var tekið viðtal við íslending, sem býr hér í Danmörku, eftir leikinn og hann var spurður hvað honum finndist um úrslitin og þá sagði hann bara: Við bjuggumst svo sem við þessu en VIÐ eigum allavega Magasín. Mér fannst þetta ansi gott svar hjá honum.
Annars erum við á fullu að undirbúa ferðina til Egyptalands. Þetta er allt mjög spennandi. Erum að auglýsa eftir einhverjum sem vill vera í íbúðinni okkar á meðan og svo þurfum við að fara í bólusetningu á morgun og pakka öllu draslinu okkar niður sem að við þurfum að geyma á meðan. En við höfum alveg nægan tíma til þess. Það fer samt að líða að þessu. Ég er samt svolítið smeyk yfir hitanum því að ég er að kafna hérna í 20-25 gráðum en það eru yfir 30 gráður þarna úti núna þannig að ég veit ekki alveg hvernig maður á að meika það.
Hef ekki meira að segja í bili
Kveðja Halla